Skref fyrir Skref er framsækið starfsþróunarfyrirtæki, stofnað árið 1987, sem sérhæfir sig í alþjóðlegri verkefnavinnu, frumkvöðlastarfi, stjórnun, óformlegri þjálfun starfsmanna, aðferðarfræði og sjálfbærni. Fyrirtækið hefur verið leiðandi í að þróa nýstárlegar og áhrifaríkar kennslu- og þjálfunaraðferðir í fullorðinsfræðslu, með það að markmiði að stuðla að öflugri og sjálfbærri hæfni fullorðinna í síbreytilegu umhverfi. Helsti styrkur Skref fyrir Skref felst í áralangri reynslu og afkastamikilli þátttöku í fjölbreyttum verkefnum innanlands sem og erlendis, þar sem þekking okkar á sviði þjálfunar, jafnréttis og félagslegrar þátttöku hefur verið nýtt til að nálgast fullorðna einstaklinga á áhrifaríkan hátt. Við höfum tekið þátt í margvísum verkefnum sem miða að því að styðja fullorðna einstaklinga, sérstaklega úr minnihlutahópum, svo sem atvinnulaust fólk á öllum aldri, konur, einstaklinga með fíknivanda, fatlaða, aldraða og farandfólk. Meginmarkmið okkar hefur ávallt verið að auðvelda félagslega aðlögun þessara hópa og styrkja stöðu þeirra á vinnumarkaði. Auk þess Skref fyrir skref unnið að hönnun verkefna og kennslu á sviði stjórnunar, nýsköpunar, leiðtogaþjálfunar, verkefnisstjórnunar og stofnun og rekstur fyrirtækja. Skref fyrir Skref hefur tekið þátt í fjölmörgum rannsóknar-, þróunar- og þjálfunarverkefnum á heimsvísu, sem hafa veitt okkur dýrmæta reynslu og innsýn í þróun og endurbætur á fræðsluaðferðum fyrir fullorðna. Við leggjum áherslu á að efla hæfni fullorðinna á öllum sviðum lífsins, með það að markmiði að tryggja stöðugleika þeirra og starfsaðstæður til framtíðar. Fyrirtækið hefur byggt upp sterkt faglegt tengslanet og öfluga reynslu í samstarfi við stjórnendur í litlum og meðalstórum fyrirtækjum, þar sem við höfum þróað árangursríkar leiðir til að mæta þörfum einstaklinga á síbreytilegum markaði. Alþjóðleg reynsla okkar hefur einnig fært okkur dýrmæta samningahæfni og menningarskilning, sem hefur gert okkur að öflugum og sveigjanlegum samstarfsaðila í fjölbreyttum verkefnum. Við höfum hannað fjölbreyttar kennsluaðferðir og gefið út nokkrar rafbækur á sviði fullorðinsfræðslu og frumkvöðlastarfs. Auk þess höfum við hannað marga og ólíka fræðslupakka fyrir mismunandi hópa á sviði stjórnunar og forystu, með áherslu á að bjóða upp á áhugaverð og öðruvísi þjálfunarverkefni fyrir ófaglært fólk. Verkefnareynsla okkar nær langt út fyrir Ísland, þar sem við höfum á undanförnum áratugum unnið að alþjóðlegum verkefnum í fullorðinsfræðslu í mörgum Evrópulöndum. Þessi alþjóðlega reynsla hefur veitt okkur einstakt tækifæri til að kanna fjölbreytileikann í fullorðinsfræðslu og skilja hvað er sameiginlegt og hvað getur verið gagnlegt á þvermenningarlegum grundvelli.